Acerca de
Um okkur
Við erum framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í myndbands- og kvikmyndagerð.
Markmið félagsins er að sinna öllum verkefnum af fagmennsku og áræðni.
Við bjóðum upp á 4. verðflokka til að koma til móts við bæði stór og minni verkefni.
Kári Liljendal
Kári Liljendal Hólmgeirsson er stofnandi Liljendal Productions og aðal starfsmaður félagsins. Hann hóf ferilinn í Kaliforníu í Bandaríkjunum strax að loknum menntaskóla, þar sem hann stundaði framhaldsnám í kvikmyndagerð við New York Film Academy. Þaðan útskrifaðist hann með afbragsðeinkunn.
​
Námið var fjölhæft, þar sem áhersla var lögð á að læra allar hliðar kvikmyndagerðar. Einnig var lögð áhersla á að vinna sem mest af stuttmyndum, bæði sem handritshöfundur og leikstjóri, en einnig við upptöku og eftirvinnslu. Þetta hentaði Kára einstaklega vel þar sem hann hefur alla tíð viljað sinna kvikmyndagerð frá grunni.
​
Stuttu eftir að námi lauk, hóf hann störf hjá sjónvarpstöðinni N4 á Akureyri. Hann vann við að taka upp og klippa fjölbreytta sjónvarpsþætti ásamt því að sinna útsendingarstjórn. Þar lærði hann leiðir til þess að sinna ódýrri framleiðslu á skilvirkan og faglegan hátt.
​
Snemma árs 2022 stofnaði hann Liljendal Productions, til þess að nýta betur þekkingu sína og reynslu við allsherjar kvikmyndagerð. Fyrirtækið hefur tekið að sér ýmis verkefni síðan þá, sem hægt er að sjá hér.